Chessenta

Um ris Gylltu þrúgunnar pt. III

Eftir að hafa eytt fáeinum dögum í Rodanar ákváðu meðlimir hópsins að halda af stað til bæjarins Zutriu, um 2000 manna byggð í um vikufjarlægð frá Rodanar. Bæði langaði þá til að fylgjast með veisluhöldum sem árlega fóru þar fram en einnig hafði Hypnos sagt hópnum að einhverskonar illska kynni þar að leynast. Eftir að hafa verið samferða vagnlest hálflinga til bæjarins, en nokkuð stæðileg hálflingabyggð flaut við hlið veggja bæjarins, kom hópurinn til Zutriu í tæka tíð til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Það var þó skammvinn gleði, en strax fór að bera á undarlegum uppákomum. Fyrsta kvöldið var gerð árás af varrottum en með dyggri hjálp hinnar öldnu en gríðarlega virta dvergasmiði Shoomu fann hópurinn fylgsni rottanna í klukkuturni bæjarins. Ekki var þó vandræðunum lokið þrátt fyrir endalok nokkurra rotta, nei langt því frá. Þar voru að auki á ferli Grimlocks sem sátu um hópinn og undarlegur martraðaormur úr útheimum. Kom í ljós að dómsdagscult galdramanna hafði kallað á veruna, en þeir voru þess handvissir að í draumum þeirra kallaði vera sem sagði bjölluhljóm tákna endalokin. Í þeirri orrustu féll vitkinn Oriseus, og eftir að hafa verið kallaður aftur var hann svo máttvana að hann sneri sér alfarið frá ævintýramennsku. Þar að auki voru sendir á eftir hópnum launmorðingjar, en þar fór fremst í flokki Ogre mage.

Að lokum kom í ljós að djöflabrögð voru að verki, Barón Euphemes II setti á gríðarströng neyðarlög en greinilega ekki ótilneyddur. Djöflar sáust á sveimi og fylgdu eftirstandandi meðlimir þrúgunnar einum þeirra leynilega eftir að hofi Lathanders, sem hafði verið vanhelgað og þar reist hlið til helvítis. Var þar í sal hofsins beinadjöfull og leit illa út fyrir hetjunum ef ekki hefði komið aðvífandi Drúíði, fljúgandi á leðurblökubaki. Djöfullinn var rekinn á flótta og hópurinn hélt lengra inn í hofið í fylgd hins villta drúíða Berens, en hann átti langa leið fyrir höndum sem einn af meðlimum Gylltu þrúgunnar.. í herbergi háprestsins af Lathander, fýlupúkans Ignatiusar Pelius, hafði komið sér fyrir djöfulmennið Daros Hellseeker, dýrkandi Yachtu Xwim. Hafði hann í gíslingu Jormiru, junior Torm paladin sem hópurinn hafði áður hitt en hafði fleygt háprestinum gegnum vítislogana til djöflaheima. Tók við strangasti bardagi hópsins til þessa og var það eftir miklar sviftingar upp á líf og dauða að hann að lokum féll.

Öll kurl voru þó ekki kominn til grafar þar eð Khadran taldi sig hafa séð dökka veru sem faldist bak við Baróninn er hann flutti þegnum sínum þær fréttir að bærinn væri nú undir yfirráðum Xwimlara. Eftir vandlegan undirbúning laumaðist föruneytið, sem flúið hafði bæinn eftir átökin við Darius, yfir ána og inn á svalir kastala barónsins. Hittu þar þeir fyrir þann sem í raun á veru var bak við alla þá ógæfu sem á Zutriu hafði dunið, mindflayer. Vilji hópsins var sterkur og höfðu þeir þar einnig sigur, og var bærinn loks frjáls undan ánauð illra afla.

Ekki leið á löngu uns stærri öfl sáu sér leik á borði og um mánuði síðar, þegar Khadran hafði endurhelgað hofið og bærinn var að mestu kominn aftur í samt lag riðu upp að bænum hersveitir Rodanar, málaliðafélagið Rauða ljónið, Archemorus Tyrtaros og Hypnos Tharmael. Til að koma í veg fyrir óþarfa blóðbað bauðst Shatan til að fara í einvígi við Archemorus, en það fór sem áður að hann laut í lægra haldi og tilheyrði nú Zutria Rodanar. Í raun tilheyrði Rodanar veldi Akanax manna, en eins og áður sagði var þar þó ekki allt sem sýndist. Sama kvöld og borgin féll fór Hypnos á fund Euphemesar II með skilmála sína og fleygði baróninn sér þá um nóttina út um gluggan og lést.

Comments

saudburdur saudburdur

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.