Chessenta

Um ris Gylltu þrúgunnar pt. II

Eftir að föruneytiðp hafði skemmt sér konunglega á krá einni með verðlaunaféð, setið lengi að sumbli með farandsprestkonu af Tchazzar og vakið önugan þursamálaliða að nafni Rexus, var kominn tími til að leggja aftur af stað. Ekki vildi þó betur til en að drýsillinn Rakúrní hafði komist í veigar þær er á vagni Sólarprestsins voru geymdar, drukkið tvær flöskur af Sembíska vorinu og étið svo mikið sem hann mögulega mátti áður en hann lognaðist útaf. Æfur af reiði brennimerkti presturinn Khadran hann sem þjóf og vísaði honum skömmu síðar á brott. Af ævintýrum drýsilsins Rakúrní heyrðist síðan ekkert lengi vel.

Á veginum til borgarinnar Rodanar hitti föruneytið fyrir gnóma einn sem seldi þeim fjársóðskort sem sýndi hina týndu dvergaborg Kundraxxus. Föruneytið hélt að sjálfsögðu þangað hið snarasta með gullglampa í augum, drap bæði orka og grádverga auk þess að hrekja á brott svartan dreka, og höfðu upp úr krafsinu mikinn fjársjóð. Ekki er hægt að gleyma steinskrímslinu ógurlega Steina frænda sem hópurinn hörfaði undan gegnum vatnsrás upp á yfirborðið, en fjársjóðurinn var í höfn og vegur hópsins vaxandi.

Enn og aftur var förinni haldið áfram til Rodanar, en þó með viðkomu í smábæ við fjöllin þar sem fangar er orkarnir í dvergavirkinu áttu heima. Hafði þar djöflakvendi eitt og galdrakona hafði gert sig heimankomna. Sagðist hún vera handbendi illmennisins Malisirs, og hótaði föruneytinu að hann skyldi verða þeirra bani. Hafði hún með sér lið katta, en eftir því sem á leið fór bardinn Odd að gruna að kettir á svæðinu væru í raun njósnarar Malisirs.

Í Rodanar lögðu hetjurnar leið sína í hof Tchazzars en þar sneri æðstipresturinn Archemorus Tyrtaros Shatan til trúar á Tchazzar eftir að hafa haft af honum sigur í einvígi, en græddu þar um leið öflugan bandamann í æðstaprestinum. Sömuleiðis var það í Rodanar er hópurinn hitti fyrst fyrir hinn aldna Decyrion Hyurkes, steward borgarinnar og ráðsmann hans, Hypnos Tharmael. Af þeim átti meira eftir að koma í ljós en við fyrstu sýn.

Comments

saudburdur saudburdur

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.