Chessenta

Um ris Gylltu þrúgunnar

Meðlimir Gylltu þrúgunnar eru allir aðkomumenn í Chessenta. Ævintýri þeirra hófust á því herrans ári 1361 DR, en þá voru þeir Sólarpresturinn Khadran, stríðsmaðurinn Shatan og söngvaskáldið Oddur allir nýlega komnir til landsins af ýmsum ástæðum. Í för með þeim var seiðkarlinn Oriseus, en hann hafði búið í Chessenta nánast alla ævi.

Þeirra fyrsta verkefni var að hreinsa til í Drýslahelli nokkrum, en þar hafði illgjarn Bugbear hreiðrað um sig og orðið valdur að miklum þurrkum með svampi einum er sogið gat í sig gríðarlegt magn vökva. Ekki varð honum þó kápan úr því klæðinu er hetjur okkar sendu hann snarlega til hinna neðri heima. Leirstyttu mikla átti hann einnig er föruneytið tók traustataki, auk þess að fanga einn af hans lægstu undirsátum, drýsil að nafni Rakúrní. Ekki láðist þeim að skila svampnum góða þrátt fyrir loforð um verðlaunafé, og er hann enn í dag notaður sem handklæði hópsins. Vert er að taka fram að er þar um að ræða líklega dýrasta handklæði sögunnar, en svampurinn er þó dýr sé líklega betur settur í svo auðmjúku hlutverki en í höndum illvirkja sem Guðirnir vita hvaða illsku og usla þeir gætu með honum valdið.

En nóg um svampinn góða og aftur að ævintýrum hópsins.

Comments

saudburdur saudburdur

I'm sorry, but we no longer support this web browser. Please upgrade your browser or install Chrome or Firefox to enjoy the full functionality of this site.